Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti undirritaður

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur undirritað þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti. Þann 8.nóvember var sérstakur dagur gegn einelti haldinn af verkefnastjórna aðgerða gegn einelti en stjórnina skipa fulltrúar fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis. Stjórnin var skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinagerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010.

Í tilefni dagsins var undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti. Forsætisráðherra er verndari átaksins og undirrituðu velferðarráðherra, fjármálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra sáttmálann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ennfremur eru fjöldi félaga og samtaka aðilar að samningnum. Við undirritunina voru einnig afhent gul armbönd sem gerð hafa verið í tilefni dagsins og bera yfirskriftina: Jákvæð samskipti. Þeim hefur í kjölfarið verið dreift til almennings.

 

Einelti spyr ekki um aldur, þjóðfélagshópa eða kyn og það þrífst einfaldlega allsstaðar þar sem það er látið viðgangast. Ábyrgð okkar allra er því mikil og það er í okkar höndum að vinna bug á þessu þjóðfélagsmeini. Það er ekki flókið ef allir taka höndum saman og sammælast um ákveðna sátt, þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti.

 

Í tilefni af baráttudegi gegn einelti þann 8. nóvember var vefurinn gegneinelti.is opnaður og þar gefst fólki kostur á að undirrita eftirfarandi sáttmála og hvetjum við alla til þess að gera það.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16