Flýtilyklar
Rafræn tengslaráðstefna í tengslum við Uppbyggingarsjóð EES
13.01.2021
Lettland hefur boðið til rafrænnar tengslaráðstefnu þann 26. janúar næstkomandi þar sem tilefnið er m.a. að finna samstarfsaðila í verkefni sem styrkt eru af Uppbyggingarsjóði EES.
Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af Íslandi, Liechtenstein og Noregi með því markmiði að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EFTA ríkjanna innan EES og fimmtán viðtökuríkja sjóðsins í Evrópu.
Skráning á tengslaráðstefnuna fer fram á meðfylgjandi slóð:
og má finna allar helstu upplýsingar er varðar ráðstefnuna hér.