Táknmálstúlkun á alþjóðlegri ráðstefnu um jafnrétti og bann við mismunun

Þriðjudag 26. október kl. 9.15-16.15 & miðvikudag 27. október kl. 9.15-16.45 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands

Vakin er athygli á því að þeir sem óska eftir aðstoð táknmálstúlks til að túlka einstök erindi á ráðstefnunni eru beðnir um að senda beiðni þar að lútandi á netfangið: set1@hi.is fyrir föstudaginn 22. október n.k.

Ráðstefnan er skipulögð af Lagadeild Háskóla Íslands í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands og styrkt af PROGRESS áætlun Evrópusambandsins (jafnréttis-og vinnumálaáætlun sambandsins).

Nánar um ráðstefnuna hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16