Flýtilyklar
Stjórn Rauða kross Íslands ályktar um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands
Á fundi sínum 16. desember sl. samþykkti stjórn Rauða kross Íslands eftirfarandi
ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands:
Stjórn Rauða kross Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum yfir að beinum fjárveitingum stjórnvalda til Mannréttindaskrifstofu Íslands hafi verið hætt. Stjórnin telur mjög mikilvægt að hér á landi starfi óháð og sjálfstæð stofnun sem sinni mannréttindamálum. Stjórn Rauða kross Íslands hvetur þess vegna stjórnvöld til að tryggja áframhaldandi rekstur Mannréttindaskrifstofunnar.