Stígamót skora á Alþingi að tryggja starfsemi Mannréttindaskrifstofu Íslands

Áskorun til hæstvirts Alþingis

Stígamót skora á Alþingi að tryggja Mannréttindaskrifstofu Íslands beint, fast framlag á fjárlögum til að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar.

 Kynferðisofbeldi er versta mynd kynjamisréttis og alvarlegt mannréttindabrot. Stígamót hafa átt farsælt samstarf við Mannréttindaskrifstofu Íslands í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi og það væri missir að skrifstofunni og jafnframt hneisa ef hún þyrfti að hætta starfsemi vegna fjárskorts.

 Stígamót telja mikilvægt fyrir alla mannréttindabaráttu að tryggt verði að hér á landi starfi áfram óháð og sjálfstæð stofnun sem sinni mannréttindamálum.  Stígamót skora því á hæstvirta þingmenn að beita sér fyrir því að rekstargrundvöllur Mannréttindaskrifstofu Íslands verði tryggður.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16