Flýtilyklar
Stígamót skora á Alþingi að tryggja starfsemi Mannréttindaskrifstofu Íslands
Áskorun til hæstvirts Alþingis
Stígamót skora á Alþingi að tryggja Mannréttindaskrifstofu Íslands beint, fast framlag á fjárlögum til að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar.
Kynferðisofbeldi er versta mynd kynjamisréttis og alvarlegt mannréttindabrot. Stígamót hafa átt farsælt samstarf við Mannréttindaskrifstofu Íslands í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi og það væri missir að skrifstofunni og jafnframt hneisa ef hún þyrfti að hætta starfsemi vegna fjárskorts.
Stígamót telja mikilvægt fyrir alla mannréttindabaráttu að tryggt verði að hér á landi starfi áfram óháð og sjálfstæð stofnun sem sinni mannréttindamálum. Stígamót skora því á hæstvirta þingmenn að beita sér fyrir því að rekstargrundvöllur Mannréttindaskrifstofu Íslands verði tryggður.