Skýrsla vegna úttektar Evrópuráðsins á forvörnum og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi á Íslandi

Mannréttindaskrifstofa Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Stígamót hafa í sameiningu skilað viðbótarskýrslu við skýrslu stjórnvalda um framkvæmd Istanbúlssamningsins, samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi.

Istanbúlsamningurinn var samþykktur á vettvangi Evrópuráðsins 11. maí 2011 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum sama dag. Samningurinn var loks fullgiltur þann 26. apríl 2018. Á grundvelli samningsins skila stjórnvöld inn skýrslum um framkvæmd Istanbúlsamningsins hér á Íslandi og var þeirri skýrslu skilað inn í september á þessu ári (lesið skýrslu stjórnvalda hér).

GREVIO nefnd Evrópuráðsins (Group of Experts on Action against Violence against Women and Domestic Violence) hefur það hlutverk að meta framkvæmd stjórnvalda á forvörnum og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi á Íslandi. Til að aðstoða við þá vinnu hafa Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Stígamót sent til GREVIO viðbót við skýrslu stjórnvalda.

Lesið viðbótarskýrslu, Mannréttindaskrifstofu, Kvenréttindafélagsins, Kvennaathvarfsins og Stígamóta hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16