Flýtilyklar
Skráning á námskeiðið Mansal á Íslandi 21. september
Helstu sérfræðingar landsins í mansalsmálum fara yfir hina formlegu umgjörð mansalsmála hér á landi. Hvað er mansal, hvernig getur það birst hér á landi og hvaða mál hafa komið upp síðustu ár og áratugi. Ein þeirra sérfræðinga er Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastýra skrifstofunar en hún mun fjalla um alþjóðlegarskuldbindingar Íslands og lagaramman á Íslandi.
Farið verður yfir viðbrögð stjórnvalda og félagsamtaka við mansalsmálum, hvað ber að forðast og hvernig er nauðsynlegt að bregðast við.
Námskeiðið verður haldið 21. september kl. 09:00 - 14:00 í Húsi Fagfélaganna að Stórhöfða 31, 110 Reykjavík. Námskeiðið kostar 9.900 kr. og er skráning á vef Félagsmálaskóla Alþýðu hér.
Dagskrá - Mansal á Íslandi - 21. september 2023 |
|
9:00 |
Kynning á dagskrá og deginum |
9:30 |
Drífa Snædal talskona Stígamóta: Skilgreiningar á mansali, mansal í heiminum og hér á landi, ólíkar birtingamyndir mansals. |
10:00 |
Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands: Alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í mansalsmálum og lagaramminn hér heima. |
10:30 |
Alda Hrönn Jóhannsdóttir: Yfirferð yfir mansalsmál á Íslandi síðustu árin, rannsókn þeirra fjöldi og árangur í saksókn |
11:30 |
Umræður og fyrirspurnir |
12:00 |
Hádegishlé |
12:30 |
Saga Kjartansdóttir: Mansal á vinnumarkaði, starfsmannaleigur og keðjuábyrgð, ábyrgð stéttarfélaga og birtingamyndir einstakra mála. |
13:00 |
Jenný Kristín Valberg: Hlutverk Bjarkarhlíðar og mansalsteymisins á Íslandi og árangur síðustu ár. |
13:30 |
Umræður og fyrirspurnir |
14:00 |
Lok námskeiðs |