Flýtilyklar
Réttindi eru okkar allra – Fræðslumyndbönd fyrir flóttafólk og aðra innflytjendur
Réttindi eru okkar allra – Fræðslumyndbönd fyrir flóttafólk og aðra innflytjendur
Mannréttindaskrifstofa Íslands og Íslandsdeild Amnesty International hafa gefið út þrjú fræðslumyndbönd um mannréttindi á sex tungumálum (íslensku, ensku, pólsku, spænsku, persnesku og arabísku). Myndböndin þrjú fjalla um jafnrétti, réttindi á vinnumarkaði og réttindi barna. Markmiðið með myndböndunum er að veita flóttafólki og öðrum innflytjendum gagnlegar grunnupplýsingar um réttindi í þessum þremur málaflokkum í tengslum við íslenskt samfélag.
Myndböndin eru hluti verkefnis Mannréttindaskrifstofu Íslands um gerð fræðsluefnis fyrir flóttamenn og innflytjendur út frá sjónarhóli mannréttinda og verkefnis Íslandsdeildar Amnesty International Gagnkvæm aðlögun flóttafólks.
Fræðslumyndböndin voru unnin í samvinnu við framleiðslufyrirtækið KIWI, Alþýðusamband Ísland, sérfræðinga á sviði mannréttinda og síðast en ekki síst fólk sem hingað hefur komið til lands á flótta og deilir sinni reynslu. Á næstu misserum stefna Mannréttindaskrifstofa Íslands og Íslandsdeild Amnesty International að framleiðslu fleiri fræðslumyndbanda er snerta á mikilvægum.
Myndböndin, ásamt upplýsingum má nálgast á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands og á heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International.
Það er von Mannréttindaskrifstofu Íslands og Íslandsdeildar Amnesty International að fræðslumyndböndin nái sem mestri dreifingu til að fræða sem flesta einstaklinga sem hafa flutt til Íslands. Það er mikilvægt að fólk þekki íslenskt samfélaga og réttindi sín sér og öðrum til gagns.