Flýtilyklar
Ráðstefna um mansal 20.-21. september s.l.
Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu sat í panel á lokaráðstefnu verkefnisins: "Stop trafficking and stand for Health" sem styrkt var af Ráðherraráði Norðurlandaráðs og haldið utan um af Norræna Lýðheilsuskólanum og MARTA center í Riga. Sat hún einnig í stýrihópi verkefnisins sem lýtur að heilsufarslegum áhrifum mansals á fórnarlömb þess og aðgengi fórnarlamba að heilbrigðisþjónustu.
Á heimasíðu MARTA má sjá upplýsingar um ráðstefnuna, og á heimasíðu Nordic School of Public Health er að finna fyrirlestra og einnig myndband frá ráðstefnunni.