Flýtilyklar
Ráðstefna um ofbeldi í íþróttum, valdasamband þjálfara og iðkenda, stöðuna í dag og þau úrræði sem eru í boði
Ráðstefna um ofbeldi í íþróttum, valdasamband þjálfara og iðkenda, stöðuna í dag og þau úrræði sem eru í boði, verður haldin miðvikudaginn 30. janúar frá kl. 10:30 – 17:30 í Háskólanum í Reykjavík og er hluti af dagskrá Reykjavíkurleikanna.
Erlendir og íslenskir fyrirlesarar munu deila reynslu sinni, sögum og fræðum. Bakgrunnur fyrirlesara er mjög fjölbreyttur allt frá fræðimönnum sem hafa rannsakað málefnið um árabil til forsvarsmanna í íþróttahreyfingunni sem vinna að forvörnum og fræðslu og þolenda af báðum kynjum sem segja sína sögu.
Einnig verður boðið upp á þrjár vinnustofur um málefnið fimmtudaginn 31.janúar í íþróttamiðstöðinni í Laugardal frá kl. 10-12 þar sem áhersla verður á greiningu og viðbrögð, samvinnu að öruggara umhverfi og öflugri forvarnir.
Það eru Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg, Ungmennafélag Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík sem standa að ráðstefnunni og málstofunum.
Dagskrá og nánari upplýsingar eru að finna á rig.is og miðasala er á tix.is.