Flýtilyklar
Ráðstefna: Ný sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi
Mannréttindaskrifstofa Íslands vekur athygli á ráðstefnunni: Ný sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi. Að henni standa Bjarkarhlíð, sem Mannréttindaskrifstofan er aðili að, Dómsmálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, Heilbrigðisráðuneyti, Jafnréttisstofa, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu, Námsbraut í kynjafræðum við Háskóla Íslands, Ríkislögreglustjóri og Sigurhæðir með stuðningi frá European Family Justice Center Alliance. Henni er ætlað að gefa yfirlit yfir hraða og þýðingarmikla þróun í málaflokknum með það að markmiði að efla stefnumótun, bæta þjónustu og blása til nýrrar sóknar í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi.
Aðstæður þolenda hafa komið til gagngerrar endurskoðunar víða í samfélaginu undanfarin misseri. Ýmsar greiningar hafa verið framkvæmdar, t.a.m. innan stjórnkerfisins, hjá þjónustuaðilum við þolendur kynbundins ofbeldis og heimilisofbeldis, hjá lögreglu og í fræðasamfélaginu. Áherslan hefur fyrst og fremst verið lögð á að finna hvar brýnast sé að bæta úr þjónustu en einnig hvernig hagkvæmast sé að samhæfa og samræma aðgerðir þeirra aðila sem að málaflokknum koma. Með aukinni þekkingu á eðli ofbeldis og afleiðingum þess hefur skýrari sýn fengist á vandann og mögulegar lausnir.
Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 25. maí kl. 8:30–17:00 á Hótel Natura í Reykjavik og föstudaginn 26. maí kl. 9:00–12:00 á Háskólatorgi, fyrirlestrasal HT105 í Háskóla Íslands. Ráðstefnugjald er 5.000 kr. og innifelur hádegisverð á fimmtudeginum. Skráning fer fram hér.
Dagskrá:
Fimmtudagur
08.00 – 08.30 Innritun
08.30 – 08.40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra: Setningarávarp
08.40 – 09.10 Bert Groen, forseti European Family Justice Center Alliance: Developing and implementing a multidisciplinary approach to gender-based violence
09.10 – 09.40 Sérstaða íslensku þolendamiðstöðvanna
09.10 – 09.20 Jenný Kristín Valberg forstöðukona Bjarkarhlíðar: Framtíðarsýn Bjarkarhlíðar
09.20 - 09.30 Kolbrún Magnea Kristjánsdóttir, teymisstjóri Bjarmahlíðar: Þegar samfélagið stendur saman
09.30 – 09.40 Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur og meðferðarstýra Sigurhæða: Það er nógur tími
09.40 – 10.05 Kristín Anna Hjálmarsdóttir kynjafræðingur: Íslenskar þolendamiðstöðvar, tækifæri og áskoranir framundan
10.05 – 10.25 Morgunkaffi
10.25 – 10.50 Arndís Soffía Sigurðardóttir sýslumaður og formaður starfshóps félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um mótun tillagna um fyrirkomulag þjónustu vegna ofbeldis: Framtíðarskipan þjónustu vegna ofbeldis.
10.50 – 11.15 Ragna Bjarnadóttir skrifstofustjóri skrifstofu almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneytinu: Aðgerðir dómsmálaráðuneytis gegn kynbundnu ofbeldi
11.15 – 11.40 Sigríður Björk Guðjónsdóttir Ríkislögreglustjóri: Breytt nálgun lögreglu
11.40 – 12.05 Drífa Jónasdóttir sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu: Heilbrigðisþjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis
12.05 - 12.45 Matarhlé
12.45 – 13.10 Edda Björk Þórðardóttir sálfræðingur á geðsviði Landspítalans og lektor við læknadeild HÍ: Heilsufarslegar afleiðingar áfalla
13.10 – 13.35 Pascale Franck, framkvæmdastjóri EFJCA: Trauma-informed Care and Hope based theory and practice
13.35 – 14.00 Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur SIGURHÆÐA: EMDR meðferð SIGURHÆÐA og árangur hennar.
14.00 – 15.00 Dr. Jane Monckton Smith, prófessor við Háskólann Gloucestershire: Masterclass: Coercive Control and the Homicide Timeline
15.00 – 15.20 Kaffihlé
15.20 – 16.20 Masterclass – framhald.
16.20 - 16.50 Fyrirspurnir - umræður
16.50 – 17.00 Slit á dagskrá dagsins
Föstudagur
09.00 – 12.00
09.00 – 09.20 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga: Þjónusta sveitarfélaga við þolendur kynbundins ofbeldis: Þarf hún að aukast?
09.20 – 09.40 Halldóra Dýrleifar Gunnardóttir sérfræðingur í jafnréttismálum á
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar: Saman gegn ofbeldi í Reykjavík
09.40 – 10.30 Bert Groen og Pascale Franck: The concept of coordination from the FJC perspective – Why, Who and How.
10.30 – 10.50 Kaffihlé
10.50 – 11.50 Bert Groen og Pascale Franck: Framhald
11.50 – 12.00 Hildur Jónsdóttir verkefnisstjóri Sigurhæða: Lokaorð