Flýtilyklar
Perlan - viðurkenning Mannréttindaskrifstofu Íslands
Perlan - viðurkenning Mannréttindaskrifstofu Íslands
Þann 4. október veitti Mannréttindaskrifstofa Íslands viðurkenningu til aðila sem hafa á undangengnu ári unnið að eflingu mannréttinda, hvort sem er í formi aðgerða, fræðslu eða vitundarvakningar á annan hátt. Er þetta í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt og hana hlutu Haraldur Ingi Þorleifsson og aðgerðahópurinn Öfgar, en hann skipa Ninna Katla Katrínardóttir, Ólöf Tara Harðardóttir, Hulda Hrund Guðrúnar og Sigmundsdóttir, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir og Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir. Um leið og Öfgar veittu viðurkenningunni viðtöku sögðu þær:
"Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur verið löng og strembin og það er af mörgu að taka. Við erum því bara rétt að byrja og viðurkenning sem þessi gerir okkur kleift að halda áfram okkar mikilvægu vinnu fyrir þolendur ofbeldis."
Mannréttindaskrifstofan þakkar viðurkenningarhöfum fyrir framlag þeirra til mannréttindamála.