Orðsending frá framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum 25. nóvember 2006

Ofbeldi gegn konum hefur valdið ósegjanlegri vansæld, skaðað fjölskyldur kynslóð eftir kynslóð og grafið undan samfélagsheill um aldir. . Ofbeldi kemur í veg fyrir að konur fullnýti hæfileika sína, takmarkar hagvöxt og dregur úr framþróun. Þegar ofbeldi gegn konum er skoðað þá eru  engin samfélög siðmenntuð.

Í síðasta mánuði birti ég ítarlega skýrslu sem sýndi fram á að helmingur mannkyns býr við þessa ógn – í öllum heimsálfum, löndum og menningarsvæðum; óháð efnahag, þjóðfélagsstétt, kynþætti og uppruna. Þessu er svona háttað þrátt fyrir að mannréttindi hafa verið viðurkennd með lögum og tryggð  í  alþjóðasamningum. Ofbeldið viðgengst þó við vitum að  mannréttindavernd er nauðsynleg til að tryggja velferð einstaklingsins, samfélagsins og heimsins alls. Ofbeldið viðgengst þó Heimsþingið 2005 hafi heitið að tvöfalda framlög til upprætingar ofbeldis á konum í hvaða mynd sem það birtist.

Til að berjast gegn þessum smánarbletti á samfélögum okkar verðum við að uppræta hugarfar sem enn er  útbreitt og  fastmótað fyrir fullt og allt: ofbeldi gegn konum er aldrei réttmætt og engar réttlætingar eru ásættanlegar.

Í fjölda ára hafa samtök kvenna og þeirra sem láta sig málið varða um heim allan, unnið linnulaust að því að draga ofbeldi gegn konum út úr einkalífinu fram í dagsljósið og inn á ábyrgðarsvið stjórnvalda. Mörg ríki hafa lögleitt virk lög og veita fórnarlömbum víðtæka og kynmiðaða þjónustu. Einnig hafa miklar framfarir orðið á vettvangi þjóðaréttar.

Nú er tímabært að taka næsta skref í baráttunni. Við hjá Sameinuðu þjóðunum verðum að gegna stærra, sýnilegra og samhæfðara hlutverki í þessu starfi.  Aðildaríki verða að gera meira til að koma alþjóðalegum samningum og stefnumiðum sem þau hafa undirgengist  í framkvæmd. Við verðum að tengjast borgarlegu samfélagi,- sem hefur úrslitahlutverki að gegna- sterkum, virkum samstarfsböndum.

Saman verðum við að skapa heim þar sem ofbeldi gegn konum er ekki liðið. Með því að fela mér að framkvæma þessa ítarlegu skýrslu hafa aðildaríki Sameinuðu þjóðanna látið í ljós vilja sinn til að uppræta ofbeldi gegn konum. Nú þegar niðurstöðurnar liggja fyrir verðum við krefjast pólitískar skuldbindingar og fjármuna svo unnið verði gegn ofbeldi.  Á þessum Alþjóðlega degi gegn ofbeldi gegn konum skulum við öll taka höndum saman til að uppræta ofbeldi gegn konum.

 

Kofi A. Annan


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16