Opinn fundur um stöðu mannréttinda á Íslandi í dag, 30. nóvember.

Opinn fundur um stöðu mannréttinda á Íslandi

Dómsmálaráðuneytið hefur nú stofnað stýrihóp Stjórnarráðsins um mannréttindi. Mannréttindi varða alla stjórnsýsluna, sveitarfélög og borgarasamfélagið og er því öflug samvinna í málaflokknum nauðsynleg. Markmiðið með stýrihópi stjórnarráðsins um mannréttindi er að mynda fastan samráðsvettvang til að tryggja stöðugt verklag og fasta aðkomu stjórnarráðsins alls að málaflokknum. Verkefni stýrihópsins felast m.a. í eftirfylgni með tilmælum vegna UPR-úttektarinnar og úttekta annarra alþjóðlegra eftirlitsaðila, samskiptum við ríkislögmann vegna dómsmála fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, samhæfingu utanríkis- og innanríkisstefnu á sviði mannréttinda og umsjón og eftirfylgni með innleiðingu/fullgildingu alþjóðlegra mannréttindasamninga.  

Stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi stendur fyrir opnum fundi í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur þann 30. nóvember næstkomandi frá klukkan 14:00-16:00. Á fundinum verða niðurstöður UPR-ferlisins (Universal Periodic Review) kynntar auk almennrar umræðu um störf stýrihópsins, stöðu mannréttinda á Íslandi og næstu skref.

Dagskrá fundarins er sem hér segir: 
14:00  Fulltrúi dómsmálaráðuneytisins opnar fundinn.
14:10  Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu kynnir niðurstöður UPR ferilsins og nýstofnaðan stýrihóp stjórnarráðsins um mannréttindi.
14:30  Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands kynnir skuggaskýrslu. 
14:50  Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá ÖBÍ. 
15:00  Inga Huld Ármann fulltrúi ungmenna frá ungmennaráði Umboðsmanns barna. 
15:10  Pallborðsumræður (Þuríður Harpa Sigurðardóttir fulltrúi ÖBÍ, Margrét Steinarsdóttir fulltrúi Mannsréttindaskrifstofu Íslands, Rúnar Helgi Haraldsson fulltrúi Fjölmenningarsetursins, Árni Múli Jónasson fulltrúi Þroskahjálpar, Inga Huld Ármann  fulltrúi ungmenna, Kittý Anderson fulltrúi frá samtökunum 78 og Ragna Bjarnadóttir fulltrúi UPR-hópsins)

Fundarstjórar eru Rún Knútsdóttir og Héðinn Unnsteinsson

Frekari upplýsingar má finna hér

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16