Nýr starfsnemi: Mailu Niehaus kemur til liðs við skrifstofuna

Nýr starfsnemi: Mailu Niehaus kemur til liðs við skrifstofuna
Mailu Niehaus

Við erum ánægð að fá Mailu Niehaus í dag í starfsnámi til okkar, en hún verður út september. Mailu er að læra stjórnmálafræði og lögfræði við Háskóla í Münster í Þýskalandi en starfsnámið er partur af háskólanámi hennar. Eftir menntaskóla flutti hún til Íslands og lærði íslensku við Háskóla Íslands. Hún var formaður ungmennaráðsins í Stuttgart og fulltrúi þess í borgarstjórn en síðasta sumar var hún starfsnemi hjá þingmanni. Mailu er virkur meðlimur í Ungliðahreyfingu Græningja og hefur beit sér fyrir mannréttindum, sérlega jafnrétti kynjanna. Hjá Mannréttindaskrifstofunni mun hún aðstoða við lögfræðiráðgjöf skrifstofunnar fyrir innflytjendur, skipulagningu viðburða, samfélagsmiðla og vefsíðuna. Okkur hlakkar til tíma hennar hjá okkur, velkomin Mailu!


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16