Flýtilyklar
Nýr bæklingur um þjónustu Stígamóta á erlendum tungumálum
Stígamót, ráðgjafarmiðstöð fyrir brotaþola kynferðisofbeldis, og verkalýðsfélagið Efling hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn kynferðisofbeldi, með því að gefa út upplýsingabækling á tíu tungumálum um þjónustu Stígamóta og mikilvægi þess að leita sér hjálpar til að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldis
Í bæklingnum er að finna mikilvægar upplýsingar og skilaboð fyrir brotaþola kynferðisofbeldis á tíu tungumálum. Tungumálin eru: Arabíska, enska, íslenska, lettneska, litháíska, pólska, rússneska, spænska, tælenska og víetnamska. Þar kemur meðal annars fram að þjónusta Stígamóta er ókeypis og að viðtöl eru í boði á íslensku og ensku, auk þess sem boðið er upp á túlkaþjónustu án endurgjalds sé þörf á.
Við lítum á þetta sem mikilvægt skref til að koma betur til móts við konur, karla og kynsegin fólk af erlendum uppruna á Íslandi. Við hvetjum öll, einstaklinga, félög, stofnanir og fyrirtæki til að dreifa efninu og taka þannig virkan þátt í því að styðja brotaþola við að leita sér aðstoðar.
Hér má finna bæklingin í rafrænu formi.
Einnig eru eftirfarandi myndbönd af bæklingnum:
https://fb.watch/4TLAgBzscw/
https://fb.watch/4THzNSVcwf/