Ný tækifæri

Ný tækifæri
Ný tækifæri (e. New opportunities)

Nú á dögum eru þær Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl. og Íris Ósk Ingadóttir staddar í Króatíu á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands til þess að taka þátt í alþjóðaverkefni sem kallast Ný tækifæri (e. New opportunities). Verkefnið mun eiga sér stað frá 7.-13. júní í króatíska bænum Pirovac í samstarfi við 7 önnur samtök en þau koma frá Tékklandi, Rúmeníu, Spáni, Póllandi, Grikklandi, Litháen og Króatíu.

Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu, Erasmus+ og tilgangur þess er að finna lausnir á þörfum og vandamálum hjá ungu fólki með hjálp tengslaneta og uppbyggingu afkastagetu hjá borgaralegum samfélagssamtökum. Stefnt er að því að hvetja til samtenginga, tengslamyndunar og styrkingar borgaralegs samfélags til þess að geta skapað gæðalausnir í samræmi við þarfir og þróun ungs fólks en að auki til þess að þróa nýjar lausnir sem geta bætt stöðu ungs fólks í Evrópu.

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16