Meira af máli Snorra

Í hegningarlögum er ákvæði um þá sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðast opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernnis, kynþáttar eða kynhneigðar auk annars, að þeir sæti sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þetta ákvæði gæti átt við í máli Snorra Óskarssonar.

Mál Snorra Óskarssonar sem vikið var frá kennslustörfum í Brekkuskóla á Akureyri 2012 vegna bloggfærslna um samkynhneigða, var til umfjöllunar í Sjónmáli í gær. Áfram er rætt um málið í dag, meðal annars  með tilliti til greinarinnar sem vitnað er til hér að ofan, 233. greinar almennra hegningarlaga. -Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur og framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands er í Sjónmáli í dag.

Hlusta má á viðtalið við Margréti á ruv.is hér; http://www.ruv.is/mannlif/meira-af-mali-snorra


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16