Flýtilyklar
Vefmálþing: Mannréttindi á gervigreindaröld
Annað hádegismálþing Mannréttindaskrifstofu Íslands á árinu verður haldið fimmtudaginn 18. apríl klukkan 12:00-13:00 og verður vefmálþing á Zoom að þessu sinni - hlekk á fundinn má finna hér. Málþingið fjallar um mannréttindi og gervigreind og munu Hörður Helgi Helgason lögmaður og Henry Alexander Henrysson heimspekingur flytja sitthvort erindið. Í kjölfarið mun gestum gefast kostur á að senda spurningar á gestina okkar.
Dagskrá:
- Dr. Henry Alexander Henrysson, heimspekingur
„Homo ex Machina: Réttindi, maður og vél“
- Hörður Helgi Helgason, lögmaður
„Ógnir spunagreindar við mannréttindi“
- Umræður
Málþingið verður tekið upp og síðar gert aðgengilegt á vefsíðu og facebooksíðu Mannréttindaskrifstofunnar. Við hlökkum til að sjá þig!