Flýtilyklar
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 75 ára
8 des
-
8 des
Í tilefni af 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna standa forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið ásamt Alþjóðamálastofnun og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands fyrir hátíðarfundi í Veröld húsi Vigdísar frá kl. 12:00 til 13:00 þann 8. desember.
Mannréttindayfirlýsingin er undirstaða alþjóðlega mannréttindakerfisins eins og það þekkist í dag, enda grundvöllur alþjóðlegra mannréttindasamninga. Hugmyndin um algildi mannréttinda kemur frá henni og hefur hún haft ómæld áhrif á eflingu og virðingu fyrir mannréttindum. Í ljósi vaxandi átaka víða um heim og aukins bakslags í málefnum mannréttinda er mikilvægt að minna á mannréttindaskuldbindingar ríkja sem byggja á grunni mannréttindayfirlýsingarinnar sem samþykkt var fyrir 75 árum. Á hátíðarfundinum þann 8. desember verður fjallað um hvernig mannréttindayfirlýsingin er enn mikilvægt tæki til að efla grunnstoðir og samstöðu ríkja um mannréttindi á núverandi tímum og vægi yfirlýsingarinnar til að takast á við nýjar og vaxandi áskoranir í baráttunni fyrir mannréttindum.
Dagskrá
Opnunarorð Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Opnunarerindi Volker Türk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna
Opnunarorð Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Opnunarerindi Volker Türk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna
Pallborðsumræður:
Henry Alexander Henryson, heimspekingur og rannsóknasérfræðingur við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
Henry Alexander Henryson, heimspekingur og rannsóknasérfræðingur við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
Lokaorð Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra
Fundarstjórn Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands