Mannréttindaþing MRSÍ 2024

Mannréttindaþing Mannréttindaskrifstofu Íslands 2024 verður haldið fimmtudaginn 19. september klukkan 13:00-16:00 á Hilton Nordica Hótel. Umfjöllunarefni þingsins að þessu sinni eru hatursorðræða, rétturinn til að mótmæla og borgaraleg óhlýðni. Við fáum til okkar fjögur frábær erindi og pallborðsumræður í kjölfarið og boðið verður upp á kaffi, te og með því.
Ef þú sérð þér ekki fært að mæta þarf ekki að örvænta því fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á miðlum skrifstofunnar eftir þingið.
 
Dagskrá:
 
13:00-13:10
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, setur þingið
13:10-13:30
Davíð Þór Björgvinsson, prófessor, deildarforseti lagadeildar HA og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
„Hvað er hatursorðræða?”
13:30-13:50
Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International
„Vér óhlýðnumst öll”
13:50-14:10
Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
„Lifað af ráðnum hug: Borgaraleg óhlýðni og virðing frjálsra borgara”
14:10-14:30
Margrét Pétursdóttir, Leiðsöguman
„Þekkt eða óþekkt“
Kaffihlé
Pallborðsumræður
 
Aðgengi að málþinginu er gott og við hvetjum þig til þess að vera með okkur og taka eftirmiðdaginn 19. september frá!

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16