Flýtilyklar
Mannréttindaskrifstofa gefur út handbók um réttarstöðu flóttamanna
Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði kross Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út Handbók um réttarstöðu flóttamanna: málsmeðferð og skilyrði samkvæmt flóttamannasamningnum frá 1951 og bókun frá 1967 um réttarstöðu flóttamanna. Í handbók þessari er hugtakið „flóttamaður“ skilgreint auk þess sem réttarstaða flóttamanna er skýrð. Handbókin er grundvallarrit um hvernig túlka skuli flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna og er ætlað að leiðbeina stjórnvöldum og fagaðilum um málsmeðferð og skilyrði fyrir ákvörðunum um réttarstöðu flóttamanna. Vonast er til að hún veki áhuga og gagnist öllum þeim sem láta sig vanda flóttamanna varða, s.s embættismönnum, fræðimönnum, lögfræðingum og öðrum sem koma að málefnum flóttamanna og hælisleitenda.