Flýtilyklar
Málþing um forvarnir og viðbrögð gegn einelti og kynferðislegri áreitni verður haldið 5 des nk. frá 8.30 - 10.30.
Málþing um forvarnir og viðbrögð gegn einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum verður haldið miðvikudaginn 5. desember nk. frá kl. 8.30 – 11.00 á Grand Hóteli, Gullteig. Aðgangseyrir er kr. 1500 og er morgunverður innifalinn
Markhópar málþingsins eru þjónustuaðilar í vinnuvernd, fulltrúar stjórnsýslu, heilbrigðisstarfsfólk, fulltrúar samtaka á vinnumarkaði, stjórnendur og starfsmenn á vinnustöðum.
Markmið málþingsins er að varpa ljósi á stöðu þessa málaflokks í íslensku samfélagi, ábyrgð og skyldur ólíkra aðila, hvernig auka megi forvarnir á vinnustöðum gegn einelti og kynferðislegri áreitni, gera viðbrögð markvissari og auka þjónustu við þolendur.
Fyrirlesarar verða m.a. sérfræðingar Vinnueftirlitsins, fulltrúar þjónustuaðila, fulltrúar atvinnulífsins og fleiri.
Fyrirhugað er að halda undirbúningsfundi í húsnæði Vinnueftirlitsins á næstu vikum m.a. með eftirfarandi hópum og verða fundarboð send út á næstunni.
-
Fulltrúum þolenda eineltis og kynferðislegrar áreitni
-
Þjónustuaðilum í vinnuvernd með áherslu á andlega og félagslega áhættuþætti á vinnustöðum
-
Fulltrúum atvinnulífsins og stjórnsýslu
Endilega takið frá morguninn 5. des og fjölmennið á Grand Hótel til að ræða mikilvægt málefni.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á málþingið í netfangið vinnueftirlit@ver.is