Flýtilyklar
Málþing: Mannréttindi - innan lands og utan
Á miðvikudaginn 26. apríl klukkan 12:00 í Fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands mun Mannréttindaskrifstofan halda annað hádegismálþing þessa árs undir yfirskriftinni: Mannréttindi - innan lands og utan. Eftir þrjú frábær erindi verða umræður og kaffi í boði að þeim loknum. Aðgengi að Fyrirlestrasalnum er gott og málþingið verður tekið upp og gert aðgengilegt á vefsíðu og facebooksíðu Mannréttindaskrifstofunnar.
Dagskrá:
12:00-12:10 "Fíknistefna og mannréttindi kvenna"
Kristín I. Pálsdóttir frá Rótinni
12:10-12:20 "Jafnrétti og öryggi"
Rut Einarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands
12:20-12:30 "Eru mannréttindi kvenna aðeins fjarlægur draumur?"
Stella Samúelsdóttir frá UN Women
12:30-13:00 Umræður og fyrirspurnir
Bjóðum alla áhugasama velkomna!