Flýtilyklar
Málþing: Engaging Youth - Civic Participation Post-Covid
24 maí
-
24 maí
Miðvikudaginn 24. maí klukkan 12:00 heldur Mannréttindaskrifstofan þriðja hádegismálþing ársins í Fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Þá vikunna verður tuttugu manna hópur frá félagasamtökum í Póllandi sem vinna að aukinni lýðræðislegri og borgaralegri þátttöku ungs fólks í námsferð á Íslandi. Ferðin er skipulögð af MRSÍ og pólsku félagasamtökunum Stefan Batory Foundation, Shipyard Foundation og Education for Democracy Foundation en þau eru þrjú af sex samtökunum sem stýra EES styrktarsjóðnum Active Citizens Fund í Póllandi og er ferðin hluti af samstarfi skrifstofunar í gegnum ACF. Í tilefni af heimsókninni verður hópurinn gestir málþingsins og því fer málþingið fram á ensku og verður yfirskrift þess: Engaging Youth - Civic Participation Post-Covid. Tvö erindanna verða einnig frá hópnum en eftir þrjú frábær erindi verður opnað fyrir umræður að vana.
Dagskrá:
12:00-12:10 "Youth for Democracy and Climate"
Julia Krzywicka
Samskiptastjóri hjá Civis Polonus Foundation
Julia Krzywicka
Samskiptastjóri hjá Civis Polonus Foundation
12:10-12:20 "Action Empowers Action"
Ólafur Bergur Ólafsson,
Umsjónarmaður Ungmennaráðs Reykjanesbæjar í Félagsmiðstöðinni Fjölheimum
Ólafur Bergur Ólafsson,
Umsjónarmaður Ungmennaráðs Reykjanesbæjar í Félagsmiðstöðinni Fjölheimum
12:20-12:30 "The Good Neighborhood Project"
Magdalena Chrapek-Wawrzyniak
Stjórnarmaður hjá ICAD Foundation
Magdalena Chrapek-Wawrzyniak
Stjórnarmaður hjá ICAD Foundation
12:30-13:00 Umræður og fyrirspurnir
Aðgengi að Fyrirlestrasalnum er gott og málþingið verður tekið upp og gert aðgengilegt á vefsíðu og facebooksíðu Mannréttindaskrifstofunnar. Hvetjum alla áhugasama til þess að mæta!