Flýtilyklar
Málþing - Ábyrgð og aðgerðir
RANNSÓKNASTOFNUN ÁRMANNS SNÆVARR UM FJÖLSKYLDUMÁLEFNI
í samstarfi við Félagsráðgjafardeild, Lagadeild og Menntavísindasvið Háskóla Íslands býður á málþingið ÁBYRGÐ OG AÐGERÐIR og verður það haldið verður miðvikudaginn 7. desember nk. kl. 15–17 í stofu 132 í Öskju.
Á málþinginu verða kynntar helstu niðurstöður þverfræðilegrar rannsóknar á einelti meðal barna á Íslandi. Rannsóknin er byggð á þremur meistararitgerðum um einelti þar sem það er skoðað frá sjónarhóli lögfræði, félagsráðgjafar og menntavísinda. Rannsóknarverkefnið hlaut styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Sch. Thorsteinssonar.
Fyrsta eintak ritsins ÁBYRGÐ OG AÐGERÐIR. Niðurstöður þverfræðilegrar rannsóknar á einelti meðal barna á Íslandi verður jafnframt afhent fulltrúa mennta- og menningarmálaráðherra við þetta tækifæri.