Flýtilyklar
Málstofa fellur niður - Innflytjendur og kynþáttamismunun
08.11.2007
Á málstofunni flytur Linos-Alexander Sicilianos prófessor við háskólann í Aþenu fyrirlestur á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Farið verður yfir skuldbindingar Íslands og annarra aðildarríkja að alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis til þess að tryggja útlendingum vernd gegn kynþáttamismunun og til að sporna við útlendingahatri.
Fundarstjóri er Björg Thorarensen prófessor og deildarforseti lagadeildar HÍ.