Málstofa fellur niður - Innflytjendur og kynþáttamismunun

Á málstofunni flytur Linos-Alexander Sicilianos prófessor við háskólann í Aþenu fyrirlestur á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Farið verður yfir skuldbindingar Íslands og annarra aðildarríkja að alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis til þess að tryggja útlendingum vernd gegn kynþáttamismunun og til að sporna við útlendingahatri.


Fundarstjóri er Björg Thorarensen prófessor og deildarforseti lagadeildar HÍ.

http://www.lagadeild.hi.is/


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16