Flýtilyklar
LOKASKÝRSLA VERKEFNISINS “The Role of the EU in Human Rights Reform“
MRSÍ kom að verkefninu “The Role of the EU in Human Rights Reform“ en lokaskýrsla verkefnisins kom út í febrúar 2013. Verkefnið var unnið á vegum COST rammaáætlunarinnar sem styrkir samvinnu vísindamanna og rannsakanda í Evrópu. Verkefnið sem unnið var af ýmsum mannréttindastofnunum, aðilum að AHRI (samtök manréttindastofnana, e. Association of Human Rights Institues), laut að því að skoða helstu afrek, veikleika og göt í mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna ásamt því að skoða hvort að Evrópusambandið og aðildarríki þess hafi styrkt það að einhverju leyti. Í skýrslunni er greining á þessu ásamt því að lagðar eru fram nokkrar tillögur til úrbóta.
Skýrsluna á pdf formi má finna hér.