Kvennaganga og baráttufundur á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti

Kvennaganga og baráttufundur á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti
Kvennagana og baráttufundur 8. mars 2025
(English below)
Konur og kvár safnast saman á Arnarhóli kl 13 og ganga fylktu liði sem leið liggur í IÐNÓ þar sem haldinn verður baráttufundur! Yfirskriftin í ár er “gegn hernaði og nýlenduhyggju” og við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna.
 
8.mars er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Kvenfélög, stéttarfélög, friðar- og mannréttindasamtök hafa í áraraðir sameinast í baráttufundi á þessum degi undir ýmsum formerkjum. Í ár beinum við sjónum að þeirri hernaðar-og nýlenduhyggju sem einkennt hefur heimsmálin síðustu misseri. Þar er skemmst að minnast herskárra yfirlýsinga Bandaríkjaforseta um yfirtöku á Grænlandi og Gaza.
 
Við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Við krefjumst þess að allar konur njóti frelsis og mannréttinda án mismununar. Baráttan fyrir friði er kvennabarátta því stríð eru yfirleitt hafin af karlmönnum en hafa ekki síst áhrif á konur og börn. Konur hafa alltaf verið leiðandi í friðarbaráttunni og 8. mars setjum við frið og réttlæti aftur á dagskrá!
 
Að fundinum standa:
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
Félagið Ísland Palestína
Stígamót
Mannréttindaskrifstofan
Alþjóðlegur jafnréttisskóli GRÓ
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Rauða Regnhlífin
Sósíalískir Feministar
Samtök Hernaðarandstæðinga
Samtökin 78
Félagsráðgjafafélagið
Efling
No Borders
_________________________________________________________
Women’s march on International Women’s Day for peace and equality!
We will gather at Arnarhóll in downtown Reykjavík at 1Pm, and march together to Iðnó, where our women’s rally will be held with diverse speakers and musical performers!
 
March 8th is International Women's Day for Peace and Equality. Women's organizations, unions, peace and human rights organizations have for years united in a rally on this day. This year we focus on the militarism and colonialism that has characterized world affairs in recent years. It is worth mentioning the US President's outrageous statements about the takeover of Greenland and Gaza.
 
We cannot separate the fight for women's rights from the fight for peace, equality and justice. We demand that all women enjoy freedom and human rights without discrimination. The fight for peace is a women's fight, wars are usually started by men but have the greatest impact on women and children. Women have always been at the forefront of the peace campaign and on March 8th we’ll put peace and justice back on the agenda!
 
The meeting is hosted by:
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
Félagið Ísland Palestína
Stígamót
Mannréttindaskrifstofan
Alþjóðlegur jafnréttisskóli GRÓ
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Rauða Regnhlífin
Sósíalískir Feministar
Samtök Hernaðarandstæðinga
Samtökin 78
Félagsráðgjafafélagið
Efling
No Borders
 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16