Kvennaganga fyrir Palestínu

Kvennaganga fyrir Palestínu
Kvennaganga fyrir Palestínu
Texti af síðu viðburðarins á facebook:

"Kvennaganga fyrir Palestínu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti!
8.mars er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Kvenfélög, stéttarfélög, friðar- og mannréttindasamtök hafa í áraraðir sameinast í baráttufundi á þessum degi undir ýmsum formerkjum.
Í ár ganga konur og kvár til stuðnings Palestínu á þessum degi. Safnast verður saman á Arnarhóli 16:40 og gengið klukkan 17:00 sem leið liggur í PORTIÐ í gamla Kolaportinu, þar sem haldinn verður baráttufundur!
 
Þjóðarmorðið sem nú stendur yfir á Gaza er feminískt baráttumál. Við getum ekki aðskilið baráttu fyrir kvenréttindum frá baráttu fyrir friði, jöfnuði og réttlæti. Við krefjumst þess að allar konur njóti frelsis og mannréttinda án mismununar!
Samstaða með Palestínu er kvennabarátta því ástandið á Gaza er ekki síst hryllilegt fyrir konur og börn. Konur á Gaza eru í hrikalegri neyð. Sem dæmi má nefna að 50.000 barnshafandi konur bíða þess að fæða börn við skelfilegar aðstæður, konur með börn á
brjósti búa við hungur og eiga erfitt með að framleiða mjólk, sem veldur barnadauða. Á Íslandi hafa konur verið leiðandi í baráttu fyrir vopnahléi á Gaza, rétt eins og konur hafa alltaf verið leiðandi í friðarbaráttunni.
 
Við hvetjum konur og kvár til að fjölmenna í gönguna á þessum baráttudegi okkar!
Að viðburðinum standa:
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK
Félagið Ísland Palestína
Stígamót
Kvennaathvarfið
UN Women
Sósíalískir femínistar
Jafnréttisskólinn GRÓ GEST
Kvennasögusafn Landsbókasafn Íslands
Kvenréttindafélag Ísland
Mannréttindaskrifstofa Íslands
Feminísk fjármál
Samtökin 78
Samtök Hernaðarandstæðinga
Efling
Félagsráðgjafafélag Íslands
Femínísk Fjármál
Iðjuþjálfafélag Íslands
Mannréttindaskrifstofa Íslands

AÐGENGISMÁL: Aðgengi er gott inn í PORTIÐ. Fundurinn verður táknmálstúlkaður."

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16