Ísland sat hjá við atkvæðagreiðslu SÞ

Mannréttindaskrifstofa Íslands telur að aðgangur að hreinu vatni teljist til mannréttinda. Ísland sat hins vegar hjá við atkvæðagreiðslu í Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, þar sem samþykkt var tillaga um að aðgangur að hreinu vatni séu mannréttindi.

122 ríki samþykktu ályktunina, enginn var á móti, en 41 sat hjá. Ísland en einnig Ástralía, Danmörk, Írland, Ísrael, Japan, Svíþjóð og Bandaríkin, svo nokkrir séu nefndir.

Í tillögunni er hvatt til þess að ríki og alþjóðastofnanir útvegi fjármagn og fleira, einkum til þróunarríkja, í því skyni að útvega fólki hreint og aðgengilegt drykkjarvatn og hreinlætisaðstöðu.

Bent er á að upp undir níu hundruð milljónir manna hafi ekki aðgang að hreinu dreykkjarvatni, og yfir tveir komma sex milljarðar manna skorti aðgang að lágmarks hreinlætisaðstöðu. Þá er jafnframt lýst áhyggjum af því að árlega deyi ein og hálf milljón barna yngri en fimm ára, úr sjúkdómum sem tengjast drykkjarvatni og hreinlætisaðstöðu.

Margrét Steinarsdottir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist ekki geta tjáð sig um afstöðu stjórnvalda, þar sem rökin fyrir henni liggi ekki fyrir.

Fréttin á vísir.is http://www.visir.is/island-sat-hja-vid-atkvaedagreidslu-sth/article/2010150102420


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16