Hver grípur þig? Frí þjónusta á Norðurlandi

Þann 25. nóvember, á upphafsdegi 16 daga átaks gegn ofbeldi, verður opið málþing í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Þar munu samtökin; Bjarmahlíð, Bergið Headspace, Aflið, Kvennaathvarfið, Frú Ragnheiður, Píeta og Grófin Geðrækt kynna starfsemi sína.
Málþingið er hluti af verkefni tveggja nemenda í námskeiðinu Sálræn áföll og ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Það er opið öllum og frítt inn á meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á léttar veitingar og hefst dagskráin kl. 12:00 og lýkur um kl: 16:00.
 
Frekari upplýsingar um viðburðinn eru hér: https://fb.me/e/2C5oLqqKP
Hægt verður að horfa á málþingið í streymi á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/63156982486
 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16