Hjalti Björn Hrafnkelsson ráðinn verkefna- og margmiðlunarstjóri

Hjalti Björn Hrafnkelsson ráðinn verkefna- og margmiðlunarstjóri
Hjalti Björn Hrafnkelsson

Hjalti er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og var að ljúka starfsnámi hjá Sendinefnd Evrópusambandsins. Fyrir það starfaði hann hjá flokk Pírata en hann hefur einnig margra ára reynslu af félagsmiðstöðvarstörfum og ásamt ýmsum öðrum störfum. Samhliða námi og vinnu hefur hann verið virkur í félagsstörfum, svo sem í málefnum flóttafólks og innflytjenda. Hann hefur töluverða reynslu af alþjóðasamstarfi og var meðal annars nemandi í United World College Red Cross Nordic, þar sem hann var formaður nemendaráðs. Við bjóðum hann velkominn til starfa.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16