Flýtilyklar
Hjalti Björn Hrafnkelsson ráðinn verkefna- og margmiðlunarstjóri
Hjalti er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og var að ljúka starfsnámi hjá Sendinefnd Evrópusambandsins. Fyrir það starfaði hann hjá flokk Pírata en hann hefur einnig margra ára reynslu af félagsmiðstöðvarstörfum og ásamt ýmsum öðrum störfum. Samhliða námi og vinnu hefur hann verið virkur í félagsstörfum, svo sem í málefnum flóttafólks og innflytjenda. Hann hefur töluverða reynslu af alþjóðasamstarfi og var meðal annars nemandi í United World College Red Cross Nordic, þar sem hann var formaður nemendaráðs. Við bjóðum hann velkominn til starfa.