Flýtilyklar
Heimsóknir félagasamtaka frá styrkþegaríkjum Uppbyggingarsjóðs EES
Heimsóknir félagasamtaka frá styrkþegarríkjum Uppbyggingarsjóðs EES.
Samkvæmt þjónustusamningi við utanríkisráðuneytið er Mannréttindaskrifstofa Íslands tengiliður við frjáls félagasamtök sem fengið hafa eða hug hafa á að sækja um verkefnastyrk í Uppbyggingarsjóð EES, nánar til tekið Active Citizen‘s Fund hluta sjóðsins. Hefur skrifstofan í gegnum árin aðstoðað við skipulagningu heimsókna, tekið á móti fulltrúum fjölda samtaka, frætt þau um starfsemi skrifstofunnar og frjáls félagasamtök á Íslandi, stöðu ýmissa hópa, íslenskt samfélag og ýmis önnur efni sem óskað er upplýsinga um. Það sem af er ári hefur skrifstofan tekið á móti hópum frá Rúmeníu, Póllandi og Króatíu. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá framkvæmdastýru Mannréttindaskrifstofunnar fræða fulltrúa pólskra félagasamtaka um starfsemi skrifstofunnar og stöðu kvenna á Íslandi.