Flýtilyklar
Heimsókn Jafnréttisfulltrúa Eistlands til skrifstofunar
Christian Veske, Jafnréttisfulltrúi Eistlands, kom nýlega í heimsókn til skrifstofunnar ásamt fríðu föruneyti en Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastýra og Hjalti Björn Hrafnkelsson verkefnastjóri tóku á móti þeim. Þau ræddu við skrifstofuna um stöðu mannréttinda- og jafnréttismála á Íslandi og Eistlandi og um aukið samstarf milli Eystrasaltsríkja og Norðurlanda. Auk þess ræddu þau hatursorðræðu og mismun á löggjöf í kringum hana milli Eistlands og Íslands, og mismunun í heilbrigðis- og félagsþjónustu milli dreif- og þéttbýlis.