Flýtilyklar
Hátíðarfundur í tilefni af 60 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, Iðnó, 10. desember.
Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ávarpaði samkomuna.
Brynhildur G. Flóvenz, lektor við Háskóla Íslands og fyrrum formaður Mannréttindaskrifstofu flutti erindi um mannréttindayfirlýsinguna.
Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona skemmti gestum með óhefðbundinni túlkun á mannréttindayfirlýsingunni.
Páll Ásgeir Davíðsson, forstöðumaður Eþikos, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, og sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, flutti erindi með yfirskriftinni: Mannréttindi, viðskipti og efnahagskreppan.
Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands kynnti nýja þýðingu mannréttindayfirlýsingarinnar og myndabók um ákvæði hennar sem gefin var út í tilefni af 60 ára afmælisins.
Frumsýnd var hreyfimynd um mannréttindayfirlýsinguna við frumsamið stef hljómsveitarinnar Hjaltalín.
Hljómsveitin Hjaltalín tróð upp.
Fyrir hátíðarfundinn var mannréttindastuttmyndahátíð á efri hæð Iðnó, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna, franska sendiráðið og Rannsóknarstofu í kvenna og kynjafræði.
Fundarstjóri var Guðrún D. Guðmundsdóttir.
Viðburðurinn var afar vel heppnaður og ánægjulegt hversu margir gátu mætt.