Hátíðarfundur í tilefni af 60 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, Iðnó, 10. desember.

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ávarpaði samkomuna.

Brynhildur G. Flóvenz, lektor við Háskóla Íslands og fyrrum formaður Mannréttindaskrifstofu flutti erindi um mannréttindayfirlýsinguna.

Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona skemmti gestum með óhefðbundinni túlkun á mannréttindayfirlýsingunni.

Páll Ásgeir Davíðsson, forstöðumaður Eþikos, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, og sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, flutti erindi með yfirskriftinni: Mannréttindi, viðskipti og efnahagskreppan.  

Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands kynnti nýja þýðingu mannréttindayfirlýsingarinnar og myndabók um ákvæði hennar sem gefin var út í tilefni af 60 ára afmælisins.

Frumsýnd var hreyfimynd um mannréttindayfirlýsinguna við frumsamið stef hljómsveitarinnar Hjaltalín.

Hljómsveitin Hjaltalín tróð upp.

Fyrir hátíðarfundinn var mannréttindastuttmyndahátíð á efri hæð Iðnó, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna, franska sendiráðið og Rannsóknarstofu í kvenna og kynjafræði.

 

Fundarstjóri var Guðrún D. Guðmundsdóttir.

 

Viðburðurinn var afar vel heppnaður og ánægjulegt hversu margir gátu mætt.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16