Hádegismálþing MRSÍ: Mannúðarlög í Þjóðarétti

Hádegismálþing MRSÍ: Mannúðarlög í Þjóðarétti
Mannúðarlög - hádegismálþing

Fyrsta hádegismálþing Mannréttindaskrifstofu Íslands á árinu verður haldið fimmtudaginn 7. mars klukkan 12:00-13:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Málþingið að þessu sinni fjallar um mannúðarlög og munu Dr. Þórdís Ingadóttir og Dr. Nele Verlinden flytja sitt hvort erindið og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra skrifstofunnar, stýrir umræðum í kjölfarið.

Dagskrá:
12:00-12:20 "Mannúðarlög fyrir alþjóðadómstólum"
Dr. Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
 
12:20-12:40 "Contemporary challenges of IHL"
Dr. Nele Verlinden, lögfræðilegur ráðgjafi hjá Alþjóðaráði Rauða krossins
 
12:40-13:00 Umræður og spurningar úr sal
 
Aðgengi að fyrirlestrasalnum er gott og málþingið verður tekið upp og síðar gert aðgengilegt á vefsíðu og facebooksíðu Mannréttindaskrifstofunnar. Við hvetjum alla áhugasama til þess að mæta!

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16