Flýtilyklar
Frumvarp til breytinga á hegningarlögum til að sporna við heimilisofbeldi lagt fram
30.11.2005
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum er varða heimilisofbeldi. Í frumvarpinu felst að þyngja beri refsingar ef brot er framið gagnvart nákomnum en nýrri grein er bætt við hegningarlög:
„Sá sem móðgar eða smánar maka sinn eða fyrrverandi maka, barn sitt eða annan mann sem er nákominn geranda, og verknaður verður talinn fela í sér stórfelldar ærumeiðingar, skal sæta fangelsi allt að tveimur árum“.
Sérstaklega er tiltekið að brot er falla undir hina nýju grein skuli sæta opinberri ákæru, líkt og hótanir um að fremja refsiverðan verknað.