Flýtilyklar
Fréttatilkynning frá Siðmennt
Fimmtudaginn 4. nóvember var hin árlega Húmanistaviðurkenning Siðmenntar afhent og fór viðburðurinn fram á Hótel Loftleiðum. Handhafi viðurkenningarinnar árið 2010 er Hörður Torfason sem hefur sinnt mikilvægu og áratugalöngu starfi í þágu mannréttinda á Íslandi.
Í ár var úthlutað í þriðja sinn í flokki viðurkenningar sem hefur fengið heitið Fræðslu- og vísindaviðurkenning Siðmenntar. Árið 2008 hlaut Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hana en 2009 hlaut Orri Harðarson hana. Eitt af megin umfjöllunarefnum félagsins er þekkingarfræðin og stuðningur við vísindalega þekkingarleit og fræðslu. Félagið veitir viðurkenningu þeim aðila eða samtökum sem hafa fært þjóðinni mikilvægt framlag í þessum efnum. Að þessu sinni er það Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur sem hlýtur viðurkenninguna.
Meira um viðurkenningarathöfnina og myndir er að finna hér: http://sidmennt.is/2010/11/04/humanistavidurkenning-sidmenntar-2010/