Flýtilyklar
Fjarfundur um styrki úr Active Citizen Fund
Á miðvikudaginn 22. mars klukkan 13:30 verður fjarfundur um styrki úr Active Citizen Fund fyrir tvíhliðasamstarfsverkefni milli EFTA ríkjanna í EES (Ísland, Noregur og Lichtenstein) og styrkjarþegaríkja á EES-svæðinu (Búlgaría, Króatía, Kýpur, Tékkland, Eistland, Grikkland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Malta, Póland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía). Mikið af styrkjum eru nú í boði fyrir samstarfsverkefni við Ísland og er fundurinn er frábært tækifæri til þess að kynna sér möguleika á styrkjum úr Active Citizen sjóðum og á samstarfi við aðila í styrkþegaríkjum EES.
Töluvert af íslenskum samstarfsverkefnum hafa fengið styrk úr sjóðunum og því hvetjum við áhugasama til þess að skrá sig hér sem fyrst og kynna sér möguleikana!