Dagur Sameinuðu þjóðanna, 24. október

24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna. Hér er yfirlit yfir nokkra viðburði sem haldnir verða í tilefni dagsins. Stóru fundirnir tveir verða að megninu til haldnir á sama tíma svo áhugasamir verða að velja á milli:

Opnunarhátíð IceMUN 2007 verður sett í Hátíðarsal Háskóla Íslands fer fram kl. 13:00-16:00 í samstarfi IceMUN við Félag Sameinuðu þjóðanna, stjórnmálafræðiskor HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ. Erindin verða haldin á ensku og er dagskráin svohljóðandi:

Alyson Bailes – World Peace and the United Nations
Davíð Logi – Kosovo: What happens after December 10?
Ministry for Foreign Affairs – Iceland: First Time Candidate to the Security Council 2009-2010.
Silja Bára – Negotiating effectively and successfully: An introduction to negotiations


Fyrsti íslenski vefurinn tileinkaður 2015-markmiðum (Þúsaldarmarkmiðum) Sameinuðu þjóðanna, www.2015.is verður opnaður af Félagi SÞ á undan fyrirlestrardagskrá í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Athöfnin fer fram fyrir utan Hátíðarsal HÍ og hefst kl. 12:40. Greinar munu birtast af þessu tilefni í stærstu dagblöðunum.

Ísland á alþjóðavettvangi - skiptum við máli, verður yfirskrift á málþingi sem er hluti af háskólafundaröð um Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinning. Málþingið fer fram í Háskólanum í Reykjavík kl. 12:15-14:00. Dagskráin er svohljóðandi:

Guðni Th. Jóhannesson – Skiptum við máli áður fyrr?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir – Skiptum við máli í dag ?
Vera Knútsdóttir – Skiptum við máli í framtíðinni?
Umræður undir stjórn Svöfu Grönfeldt


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16