Flýtilyklar
Bridge Builders
Mannréttindaskrifstofa Íslands tekur þátt í Erasmus verkefni sem ber yfirskriftina „Bridge Builders“ en samstarfsaðilar að verkefninu eru Law for Life í Bretlandi og AVIJED í Frakklandi.
Verkefnið miðar að því að ná til lykilfólks í innflytjendasamfélögum og veita þeim fræðslu um samfélagið, réttindi og skyldur til að reyna að koma í veg fyrir að brotið verði á rétti þeirra.
Á facebook síðu verkefnisins er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og hér á síðunni er að finna leiðbeiningar um hvernig eigi að haga viðtölum við innflytjendur með menningarfærni að leiðarljósi.