Flýtilyklar
Bíókvöld í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi
Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi stendur yfir dagana 25.nóvember - 10.desember. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í samfélaginu. Á undanförnum árum hafa Mannréttindaskrifstofa Íslands og samstarfsaðilar staðið að ýmsum verkefnum og viðburðum á höfuðborgarsvæðinu í tilefni átaksins á meðan Jafnréttisstofa sér um dagskrá átaksins á Akureyri.
Meðal annarra dagskráliða í ár er Bíókvöld, sem haldið verður í Hinu Húsinu 27.nóvember kl. 20.00. Kvikmyndin sem sýnd verður heitir War Redefined, og er úr seríunni Women: War & Peace. Myndin segir frá stöðu kvenna á átakasvæðum, kynbundið ofbeldi í stríðum og hvernig konur hafa áhrif á stríð og frið víðs vegar um heiminn. Hér að neðan er að finna link inn á viðburðinn á Facebook, og við hvetjum alla til að kíkja við.
https://www.facebook.com/events/1580557638833518/?source=1
Biókvöldið er sameiginlegt verkefni Mannréttindaskrifstofu Íslands, ungliðahreyfinga Amnesty International og UN Women á Íslandi, Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema, Félag Ungra Jafnréttissinna og fleiri aðila.