Ávarp Mannréttindaskrifstofu Íslands til ríkja Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi á Íslandi

Ávarp Mannréttindaskrifstofu Íslands til ríkja Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi á Íslandi
Mannréttindi á Íslandi

Mannréttindaskrifstofa Íslands sendi í sumar skuggaskýrslu til Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd stjórnmála á mannréttindamálum á Íslandi, sem skrifuð var ásamt Kvenréttindafélagi Íslands, Barnaheill, Landssamtökin Þroskahjálp og Siðmennt. Var skýrslan skrifuð sem hluti af reglubundnu eftirliti Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál (Universal Periodic Review – UPR), en ríki heims gangast undir þetta eftirlit á fjögurra ára fresti og verður Ísland tekið fyrir á þessum eftirlitsfundi í janúar 2022.

Mannréttindaskrifstofunni gafst tækifæri til að ávarpa fulltrúa ríkja Sameinuðu þjóðanna á fundi 7. desember 2021 til að fylgja eftir skuggaskýrslunni og ávarpaði Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastýra fundinn þar sem hún lagði sérstaka áherslu á innlenda marnnréttindastofnun, aðgerðir vegna mansals og mannréttindi almennt hér á landi.

Ávarpið má finna á meðfylgjandi tengli: 

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16