Auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna Íslendinga og Pólverja á sviði menningar

Auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna Íslendinga og Pólverja á sviði menningar
Uppbyggingarsjóður EES

Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA og er umsóknarfrestur til 22. janúar 2021. Pólsk stjórnvöld leggja til 5 milljónir evra til samstarfsverkefnanna. Sótt er um styrkina til Póllands og leiðir pólski samstarfsaðilinn umsóknarferlið. Verkefnin þurfa að standa yfir í 12-24 mánuði og eru styrkir til verkefna á bilinu 100.000 - 500.000 evra. Samstarfið getur verið á öllum sviðum menningar, t.d. tónlistar, leiklistar, myndlistar, kvikmyndahátíða, bókmennta, safna, listmenntunar og menningararfs.

Verkefnin þurfa að beina sjónum að minnst einu eftirfarandi áhersluatriða:

  • Frumkvöðlum í menningu
  • Ná til stærri áheyrendahóps
  • Minnihlutahópum

Frekar má lesa um verkefnið og hvernig eigi að sækja um hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16