Flýtilyklar
Áskorun stjórnar Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi til hæstvirts Alþingis
Stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi skorar á Alþingi að tryggja áfram fjármagn til reksturs Mannréttindaskrifstofu Íslands með beinu föstu framlagi á fjárlögum.
Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur verið óháður umsagnaraðili og álitsgjafi ýmissa álitamála er snerta mannréttindi og hefur starf hennar verið óháð samtökum og stofnunum. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hefur notið góðs af samskiptum við Mannréttindaskrifstofu Íslands og treystir á það að hér á landi sé að finna aðila með þekkingu og reynslu á svíði mannréttindamála sem hægt er að leita til. Það er allra hagur.
Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt aðildarríki til að tryggja að í hverju landi starfi mannréttindaskrifstofur. Ísland er ekki undanþegið því, því að mannréttindi eru ekki fyrirbæri sem er komið til að vera. Íslendingum ber að hlúa að þeim, ekki síst hér á landi.
Við teljum að fjármagni til mannréttindamála sé vel varið með því að tryggja traustan rekstrargrundvöll Mannréttindaskrifstofu Íslands og tryggja þannig sjálfstæði skrifstofunnar gagnvart framkvæmdavaldinu.
Stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hvetur alþingismenn til að tryggja fastan rekstrargrundvöll Mannréttindaskrifstofu Íslands til frambúðar.