Flýtilyklar
Áskorun Kvennaathvarfs til Alþingis um að tryggja rekstur Mannréttindaskrifstofu Íslands
Samtök um kvennaathvarf hvetur Fjárlaganefnd Alþingis til að tryggja rekstrargrund-völl Mannréttindaskrifstofu Íslands til frambúðar. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræði og mannréttindi að hér á landi starfi óháður greiningar- og eftirlitsaðili á sviði mann-réttindamála. Því hlutverki hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands gegnt frá stofnun, 1994.
Til að tryggja trúverðugleika og sjálfstæði Mannréttindaskrifstofu Íslands þarf skrifstofan að fá fast fjármagn af fjárlögum til rekstrar í stað þess, eins og nú er, að þurfa að leita eftir sérstaklega á hverju ári.
Stjórn Samtaka um kvennaathvarf