Árlegur mannréttindafundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE).

Árlegur mannréttindafundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) (Human Dimension Implementation meeting) stendur nú yfir í Varsjá, Póllandi. Fundurinn stendur frá 2-13. október en þar koma saman meira en 1000 manns, þ. m. t. fulltrúar á fjórða hundrað félagasamtaka, þ. á m. Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Fundurinn hófst á því að aðildarríki voru hvött til að takast raunverulega á við þá áskorun sem virk mannréttindavernd hefur í för með sér. "Til eru þeir sem halda því fram að takamörkuð virðing fyrir mannréttindum nú um stundir beri vott um þverrandi pólitískan vilja til að takast á við ný vandamál." Sagði Christian Strohal, formaður skrifstofu lýðræðisstofnana og mannréttinda (ODIHR), í setningarræðu sinni. "Þessi fundur mun neyða okkur til að horfast í augu við raunverulegar aðstæður í Evrópu"

Á fundinum verður metið hvernig aðildarríki framfylgja mannréttindaskuldbindingum sínum en einnig verður fjallað sérstaklega um mansal, aðgang að dómsstólum, eflingu umburðalyndis og banns við mismunun.

Meðal mannréttindabrota, sem formaðurinn vakti sérstaklega máls á, voru pyndingar, óréttlæti og mismunun, fjölmiðlahöft, mansal og ófullnægjandi vernd til handa fórnarlömbum, mannréttindabrot almennt, ofsóttir mannréttindafrömuðir auk kosningasvika.

Fulltrúi ÖSE á vettvangi fjölmiðlafrelsis, sérlegur fulltrúi þjóðabrota og Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins voru meðal þeirra sem tóku til máls við upphaf fundarins. Mannréttindafulltrú Evrópuráðsins var ómyrkur í máli og lýsti áhyggjum sínum af því hvernig aðildarríki ÖSE vægju að alþjóðlegri mannréttindavernd með því að takamarka tjáningarfrelsi og aðgerðum gegn hryðjuverkum. Fulltrúinn ávítti Bandaríkjastjórn fyrir fangaflug, pyndingar og atlögu að réttinum til réttlátrar málsmeðferðar og skoraði á yfirvöld þar í landi að taka til í eigin ranni og til að þess að ræða á opinn og uppbyggilegan hátt hvernig unnt sé að samræma öryggis- og mannréttindasjónarmið.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16