Annar tengslamyndunarfundur í Litháen

Litháen ætlar að halda annan tenglsamyndurnarfund vegna Þróunarsjóðs EFTA (EEA grants) þann 12. febrúar í Vilnius.
 
Leitað er eftir aðilum sem hafa reynslu af því að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi, mismunun á öllum sviðum, sérstaklega þó á grundvelli fötlunar, kynhneigðar og kynvitundar (málefni transfólks).
Einnig leita þau að aðilum sem vinna  gegn fordómum á grundvelli HIV/eyðni, kynþátttar og útlendingahatri. 
Þau leita einnig að aðilum sem að vinna að verkefnum á sviði umhverfisverndar og verkefnum tengdum félagsþjónustu sveitarfélaga (community care systems).  

Matur á ráðstefnu er í boði líkt og gisting. Þið þurfið sjálf að bóka og greiða fyrir flug til Vilnius (Litháen) en fáið það svo endurgreitt. Flugið skv. minni stuttu leit er í kringum 80 þúsund.  

Áhugasamir hafið sambandi við Vilmu Gabrieliüte sem fyrst þar sem að fyrirvarinn er í styttra lagi.   vilma.gabrieliute@nvoprograma.lt

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á slóðinni www.nvoprograma.lt og

www.hrmi.lt


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16