Flýtilyklar
Alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs
Vekjum athygli á alþjóðlegri friðarráðstefnu Höfða friðarseturs þann 10. október nk. í Veröld – húsi Vigdísar.
Aðaláherslan er á stöðu flóttafólks í heiminum í dag. Lögð verður áhersla á mikilvægt hlutverk ungs flóttafólks, frumkvöðla og aðgerðarsinna í að stuðla að jákvæðum breytingum. Það væri því frábært að sjá sem flesta á ráðstefnunni sem láta sig þessi málefni varða og ekki síst fulltrúa úr ungliðahreyfingum. Meðal fyrirlesara eru JJ Bola, Sophia Mahfooz, Adam Elsod, Harald Quintus-Bosz, Kathy Gong og Nazanin Askari - sjáhttps://www.fridarsetur.is/is/projects/10-10-imagine-forum/
Að auki verða teymin sem munu taka þátt í Snjallræði í ár kynnt með formlegum hætti á ráðstefnunni.
Í viðhengi er að finna frekara kynningarefni fyrir ráðstefnuna sem þið mættuð gjarnan dreifa og vekja athygli á. Ráðstefnan er öllum opin og ekkert þátttökugjald en við biðjum fólk um að skrá sig hér: https://goo.gl/forms/w7QvD4TypO4RlXNC3. Hér er einnig hlekkur á Facebook-viðburðinn: https://www.facebook.com/events/233375564006154/